Fréttir

Heimaleikur: Vestri – Snæfell í dag kl. 19:15

Körfubolti | 29.11.2019
Lið meistaraflokks karla 2019.
Lið meistaraflokks karla 2019.

Vestri tekur á móti Snæfelli í dag í 1. deild karla í körfubolta í íþrótthúsinu á Torfnesi í dag, föstudaginn 29. nóvember. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15 en grillið verður orðið heitt um 18:30 með ljúffenga Vestraborgara.

Lið Vestra hefur verið nokkuð vængbrotið í undanförnum leikjum og vantað tvo til þrjá lykilleikmann. Liðin mættust í fyrstu umferð og þá sigraði Vestri örugglga. Snæfell hefur hinsvegar verið að sækja í sig veðrið síðan þá og hefur m.a. gefið efstu liðum deildarinnar hörku leiki þótt sigrarnir hafi látið á sér standa. Það má því reikna með hörku leik í kvöld gegn ólseigum Hólmurum.

Annar „Eftirleikur“ tímabilsins verður haldinn á Edinborg Bistró strax eftir leik. Þar koma stuðningsmenn liðsins saman, bera saman bækur sínar og fá tækifæri til að spyrja Pétur Má þjálfara út í leikinn.

Aðgangseyrir: 1.500 kr. alemnnt verð, 1.000 kr. fyrir eldri borgar og öryrkja. Frítt fyrir grunnskólanemendur.

Vestraborgarar: Stakur borgari með gosi og meðlæti: 1.500 kr. Fjölskyldutilboð 4 borgarar, gos og meðlæti: 5.000 kr.

Deila