Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í sannkölluðum toppslag í 1. deildinni á mánudaginn kl. 19:15. Bæði lið hafa unnið alla sína leiki en Hamarsmenn hafa leikið 4 og Vestri 3. Hamarsmenn eru með sterkt lið og er spáð góðu gengi í vetur. Það er því afara mikilvægt að verja heimavöllinn og fá sem bestan stuðning úr stúkunni.
Uppfærð útgáfa af Vestra-hamborgaranum verður að sjálfsögðu á sínum stað! Grillmeistararnir kveikja upp um 18:30.
Árskortin verða til sölu á 15.000 kr. og gilda þau á alla 12 heimaleiki liðsins á Íslandsmóti og fylgir kaffi á leikjum í kaupbæti. Aðgangseyrir: 1.500, almennt verð, 1.000 kr. fyrir nemendur í framhalds- og háskólum, eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir grunnskólanemendur.
Allir á Jakann! Áfram Vestri!
Deila