Fréttir

Heimaleikur gegn Hamri í 8 liða úrslitum Powerade bikarnum

Körfubolti | 10.01.2012
Heimavöllur er málið
Heimavöllur er málið

Í dag kl. 14.00 var dregið í 8. liða úrslitum Powerade bikarsins og var dregið í höfustðvum Vífilfells sem er dreifingarðili Powerade. Nú það er ekkert leyndarmál að við eins og öll liðin sem voru pottinum vildu fá heimaleik og varð okkur að ósk þar. Við drógumst gegn Hamri sem var einmitt liðið sem sigraði okkur s.l. föstudag og verður því um hörkuleik að ræða.

 

Leikurinn mun að öllum líkindum verða sunnudaginn 22. janúar kl. 18.00 og ekkert að gera núna nema hlakka til enn eins heimaleiksins.

 

Áfram KFÍ

Deila