Fréttir

Hinrik og Nökkvi semja við Vestra

Körfubolti | 24.05.2016
Nökkvi Harðarson, Ingólfur Þorleifsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar og Hinrik Guðbjartsson handsöluðu samninginn á Silfurtorgi að lokinni undirskrift.
Nökkvi Harðarson, Ingólfur Þorleifsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar og Hinrik Guðbjartsson handsöluðu samninginn á Silfurtorgi að lokinni undirskrift.

Síðastliðinn föstudag, þann 20. maí,  skrifuðu þeir Hinrik Guðbjartsson og Nökkvi Harðarson undir samninga við körfuknattleiksdeild Vestra. Báðir eru þeir félagar uppaldir í Grindavík og urðu Íslandsmeistarar með unglingaflokki félagssins fyrr í þessum mánuði.

Framherjinn Nökkvi Harðarson er þó fjarri því að vera ókunnugur parketinu á Torfnesi því hann lék á með meistaraflokki KFÍ síðasta tímabil auk þess að þjálfa 7. og 8. flokk stúlkna. Nökkvi lék alls tuttugu og þrjá leiki með KFÍ á síðasta tímabili og var í byrjunarliðinu í nítján þeirra. 

Bakvörðurinn Hinrik Guðbjartsson er sem fyrr segir alinn upp í Grindavík. Hann lék tuttugu og tvo leiki með meistaraflokk Grindavíkur í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili auk þess að vera einn af lykilmönnum unglingaflokks félagsins. Síðastliðinn desember var Hinrik einnig valinn í æfingahóp U-20 landslið Íslands.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Vestra býður þá félaga velkomna í hópinn og hlakkar til samstarfsins á komandi undirbúningstímabili og keppnistímabilinu næsta vetur. Það er sannarlega fengur að því að fá þessa efnilegu leikmenn til liðs við félagið.

Deila