Fréttir

Hörkuleikur gegn Keflavík

Körfubolti | 17.01.2014
Jonni var með sitt pláss á leiknum
Jonni var með sitt pláss á leiknum

Það var hálf lemstrað lið KFÍ sem mætti til leiks í kvöld og vitað að róðurinn yrði þungur gegn frábæru liði frá bítlabænum Keflavík. Fyrir leik var Keflavík með 22 stig í öðru sæti og KFÍ með 6 stig í því ellefta. Áður en leikurinn hófst var mínútu þögn til heiðurs og til að minnast Jóns Kristmannssonar fyrrum formanns KFÍ en hann kvaddi okkur rétt fyrir jól og eftir það voru allir tilbúnir í leik.

 

Leikurinn var frekar jafn í fyrsta leikhluta en Keflavík á undan með góðum leik Lewis sem er ekki að byrja sinn feril og kann þetta allt. Eftir mikla baráttu fóru piltarnir að sunnan með fjögurra stiga forskot eftir fyrst leikhluta. Staðan 17-21. Keflavík hóf svo annan leikhlutan af krafti og sóknarleikur KFÍ var ekki beittur. Lewis hélt áfram að krafti og leiddi lið Keflavíkur til hálfleiks með tíu stiga forustu, en Josh Brown átti glæsilega þriggja sitga körfu þegar ein sekúnda var eftir af öðrum leikhluta og gerði það að verkum að koma strákunum af Jakanum til tepásunnar með 10 stig.. Lewis var kominn með 17 stig. Craion 6 og Gunnar Ólafsson með 4 stig. Hjá heimamönum var Josh með 9. Mirko 6 og Gústi og Jón Hrafn 4.

 

Það var eins og eitthvað orkuskot hefði hlaupi í bæði lið í þriðja leikhluta og krafturinn í KFÍ var til staðar.og Josh Brown minnti á sig og skoraði 17 stig í leikhlutanum sem endaði 33-33, en enn voru Keflvíkingar með hendur á stýri. Það var svo allur kraftur úr KFÍ í þem fjórða sem gáfust þó aldrei upp og hentu sér á alla bolta líkt og Keflvíkingar gerðu og var barátta beggja liða til fyrirmyndar.

 

Svo fór að drengirnir frá Keflavík fóru með sigur með sér af Jakanum. Lokatölur 93-75.

 

KFÍ liðið verður ekki dæmt af þessu leik. Það hafa verið breytingar hjá liðinu þar sem hinn magnaði Jason Smith fór í sólina til Braselíu og Josh kominn til að taka sæti hans og á eftir að slípast inn í liðið.Josh er þó greinlega frábær leikmaður og á eftir að reynast KFÍ vel. Mirko, Gústi og Jón Hrafn áttu fína spretti og Gummi, Valur og Jói börđust vel. Hjá Keflavík er ekki dónalegt að eiga Lewis og Craion. Þessir tveir eru frábærir og þeir ásamt Gunnari, Val og Arnari Frey eru ekki í vandræðum að gera góða hluti á vellinum. Ungu strákarnir hjá Keflavík fengu dýrmætar minútur og komust vel frá sínu. Og Aron Freyr og Andri settu báðir þrist við mikinn fögnuð þeirra og meðbræðra þeirra af suðurnesjunum.

 

Stigahæstir hjá Keflavík voru þeir bæður Craion með 32 stig (8 frák.) og Lewis með 25 (12 frák.). Valur bætti við 12 stigum, Gunnar 11 og Arnar Freyr 7.

 

Hjá KFÍ var Josh með 36 stig. Mirko 16 (15 frák.) og Gústi 13 (5 frák.) og Jón Hrafn 7(9 frák.).

 

Þeir Sigmundur Herbertsson, Leifur Garðarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson dæmdu þennan leik mjög vel.

 

 

 

Deila