Í gærkvöld þegar halda átti heim á leið og lagt var af stað vestur frá Reykjavík bauð Pance "the travel guide" Ilievski þeim Darco, Nebojsa og B.J. upp á óvænta, en ævintýralega ferð um sunnanverða Vestfirði.
Þetta var að vísu ekki á dagskrá og var alls ekki ætlunin, en Pance "I know Iceland like the back of my hand" Ilievski tók nokkrar vitlausar beygjur í myrkrinu og var allt í einu kominn að Seltjörn við Brjánslæk og þrátt fyrir alla kúrsana sem hann hefur tekið þá var hann "blanco" :)
Þá var tekið til í að hringja í ferðafélagana sem voru að detta inn á Ísafjörð og spurst til vega. Það var þó engin leið fyrir þá að getað skilið hvar þeir voru enda voru nöfnin á því sem þeir voru að lýsa alls ekki á venjulegri leið vestur um djúpið. Þetta endaði með því að Helgi Sigmundsson lóðsaði þá í rétta átt í gegn um símann.
En ekki var þetta alslæmt, því að þeir fengu óvænta sýnisferð um sunnanverða Vestfirði og þó að það hafi verið almyrkvað hehehe... En þeir fullyrða að hafa séð jólasveina og hreindýr á leiðinni sem skýrist væntanlega á bland af ofurþreytu og adrenalín kikk eftir að þeir fengu að vita að þeir væru enn á Íslandi :)
Þetta verður þó einn í reynslubankann fyrir Pance, sem veit núna hvernig á að rata báðir leiðirnar vestur frá Reykjavík
Deila