Hið árlega Húsasmiðjumót fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi í dag, en það er innanfélagsmót Kkd. Vestra og Húsasmiðjunnar, ætlað krökkum í 1.-6. bekk. Allir kátir krakkar á þessum aldri eru velkomnir en um er að ræða hraðmót þar sem stigin eru ekki talin og fara allir heim með smáræðis sumarglaðning í boði N1.
Mótinu er tvískipt og fyrstir til að hefja keppni kl. 17:00 eru krakkarnir í 1.-2. bekk. Klukkan 18:00 taka svo við eldri krakkarnir í 3.-6. bekk. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 19:00. Það er þjálfarar körfuknattleiksdeildarinnar ásamt elstu iðkendum félagsins sem sjá um framkvæmd mótsins í samstarfi við barna- og unglingaráð.
Foreldrar eru hjartanlega velkomnir á Torfnes til að fylgjast með keppni og við lofum að heitt verður á könnunni.
Áfram Vestri!
Deila