Fréttir

ÍR tók okkur í restina

Körfubolti | 21.01.2011
1,2,3, KFÍ
1,2,3, KFÍ
Það var sárt að tapa fyrir ÍR í kvöld og var leikurinn í járnum alveg fram í síðasta fjórðung. Þá tóku ÍR góðan sprett og unnu að lokum 10 stiga sigur 92-82. Við höldum þó enn í vonina þar sem Craig setti þrist um leið og lokaflautan gall og gaf okkur smá ljós í enda gangnanna. Þannig er að ÍR tapaði með 10 stigum hér heima og við með 10 hjá þeim, en við gerðum fleiri stig á útivelli sem gefur okkur smá séns að ef við endum samsíða þeim að stigum sem á einnig við um Tindastól. En til þess að svo sé raunin þurfum við að koma hjólunum í gang. Og nú er næst heimaleikur n.k föstudag gegn toppliði Snæfells og hann ætlum við að taka.

Tölfræðin úr leiknum

Áfram KFÍ  Deila