Nú er það staðfest að Igor Tratnik og Crag Schoen koma aftur til KFÍ eftir sumarfrí. Þeir skrifuðu báðir undir samning við okkur og er mikil ánægja með það hjá öllum í félaginu enda toppleikmenn og ekki síður frábærir drengir þar á ferð. Þetta verður þá þriðja tímabil Craig hjá okkur og er hann orðinn íbúi Ísafjarðarbæjar og stoltur af því líkt og Igor, sem kann mjög vel við sig hér og hlakkar til að mæta hér fyrir átök næsta vetrar.
Við í KFÍ óskum þeim góðrar heimferðar og þökkum þeim kærlega fyrir að hjálpa okkur að landa sætinu í Iceland Express deildinni næsta vetur.
Unnið er að því að klára samninga við alla leikmenn KFÍ. En þeir Almar, Danni, Þórir, Atli, Hjalti, Darco, Pance eru búnir að lýsa því yfir að taka þátt í verkefninu. Og nú erum við búnir að ganga frá munnlegu samkomulagi við Daða Berg Grétarsson (Ármann) um að spila hér næsta vetur og mætum við því með góðan hóp fyrir átök vetrarins !!!! Við erum að byggja upp gott lið og viljum við halda öllum okkar drengjum :) Auk þess er von á að eitthvað af drengjum yngri flokkana séu að koma upp.
Igor Tratnik and Craig Schoen signed with KFÍ for the season 2010-2011. This is great news for KFÍ and we are very happy to keep these kids in our family. We want to thank them for helping us setting to the Iceland Expess div. It´s going to be fun seeing them back together with the team in a few months ! Have a nice time in the break but remember to work hard in the summer :)
Go KFÍ
Deila