Enn eru góðar fréttir að berast okkur. Ingvar Bjarni Viktorsson er búinn að semja við KFÍ og erum við glöð með þann gjörning. Ingvar er 19 ára drengur sem spilaði með okkur í yngri flokkum en hélt suður í eitt ár og er gaman að fá hann aftur til liðs við okkur. Við munum halda áfram að setja blek á pappír og verðum sýnd veiði en ekki gefin. Það er mikill hugur í félaginu og liðsmórall er til fyrirmyndar.
Áfram KFÍ
Deila