Fréttir

Ísdrengirnir skautuðu fram hjá Blikum

Körfubolti | 25.11.2011
"Teamwork Inc."
1 af 8

En einn spennuleikurinn var á Jakanum í kvöld fyrir framan fjölda áhorfenda sem skemmtu sér frábærlega á hröðum leik. Lokatölur 110-103.

 

KFÍ sem voru án Chris í kvöld voru smá stund að ná áttum og það notfærðu Kópavogspiltar sér svo sannarlega og voru komir með 12 stiga forskot eftir 5 mínútna leik, 5-17 og 11-22 skömmu síðar, og tóku fyrsta leikhluta 18-27. Það var ekki gleðilegur svipur á Pétri Má þarna og lét hann menn heyra það. Annar leikhluti byrjaði með krafti hjá okkur og á fyrstu mínútunni vorum við komnir inn í leikinn, staðan 26-27 og Sævaldur tekur tíma. Þar hresstust kóparnir aftur og náðu aftur tökum á leiknum og leiddu 28-36, 36-47  en strákarnir í KFÍ tóku sig á og leiddu blikarnir einungis með 1 stigi þegar skautað var í tehléið fræga á Jakanum. 50-51.

 

Eftir tæpa mínútu í síðari hálfleik komust við loks yfir síðan í stöðunni 1-0 þegar Kristján Pétur setti þrist og kom okkur í 53-51 og það sem eftir lifði leikhlutans var skipst á að leiða og vorum við með 3 stiga forskot þegar leikhlutinn var flautaður af, 78-75 og það er greinilegt að peppræða Péturs í hálfleik hefur skilað sér og var allt annað að sjá til piltanna enda baráttan til fyrirmyndar.

 

Og þá byrjar fjórði og síðasti leikhlutinn hjá Ísdrengjunum sem eru alltaf sprækir á þessum tíma og vel hvattir áfram af Ísfólkinu fórum við í gang og þegar tvær mínútur voru liðnar var staðan komin í 91-78 og þarna vorum við komnir með flott flæði í leiknum og allir að skila mikilli liðsvinnu. Það er skemmst frá því að segja að við unnum öruggan sigur 110-103 þótt að blikar hafi alltaf sótt hart að okkur og gáfust aldrei upp.

 

Það er orðinn algjör tugga að liðsheildin hafi skilað þessu, EN það er skemmtileg tugga þegar hún er sönn og það var staðreynd í kvöld. Craig "little big man" Schoen fór fyrir okkar drengjum með 27 stig, 10 fráköst, 9 stoðsendingar, 6 stolna og 2 varin skot !! og hinir "fjóru fræknu" voru ekki langt á eftir Ari 26 stig, Kristján Pétur 23 stig (5/9 í þristum), Jón Hrafn 19 og Siggi Haff með 12 stig. Sævar Vignis bætti 2 stigum við og Leó 1. Chris og Edin voru á bekknum í klappstýruhlutverki og stóðu sig með stakri príði.

 

Pétur Már stjórnaði leiknum af festu og áhorfendur okkar voru æðislegir. Sem sagt toppkvöld, með toppfólki á Jakanum og er langt síðan svona fjörugur leikur hefur verið spilaður og er hann öllum sem tóku þátt til mikil sóma, hafið þökk fyrir.

 

Hjá Breiðablik var Þorsteinn frábær með 20 stig og 23 fráköst, en skammt á eftir komu þeir Hraunar og Atli Örn með 20 stig hver. Arnar Pétur átti góða spretti með 11 stig, Snorri 10 stig, og þeir Ægir og Rúnar með 9 stig hvor og svo kom Sigmar með 4.

 

Dómar leiksins voru þeir Davíð Tómas Tómassson og Björn Leósson sem komu vel frá sínu í erfiðum leik, þar sem menn voru í misgóðu skapi eins og gefur að skilja. 

 

Hérna í restina er MYNDBAND frá leik okkar gegn Haukum og vonum við að þig njótið. Við komum svo með annað frá þessum leik von bráðar. Þetta er í boði meistar Fjölnis Baldurssonar. Hann er mikill meistari.

 

Áfram KFÍ

Deila