Það var spennuleikur í Smáranum í Kópavogi í Powerade bikarnum og var leiknum rétt að ljúka með öruggum sigri Ísdrengja okkar, lokatölur 73-82.
Það var varnarleikur okkar sem skilaði þessum sigri og Ísdrengirnir búnir að hirsta af sér tapið frá síðasta leik. Þeir tóku æfingu í gær g fóru yfir það sem fór fogörðum í blómabænum. Það sýndi sig í dag að æfingin skilaðr sínu og núna voru menn að spila saman sem heild og vörnin sterk sem skilar sigri.
Stig. Chris 27 (13 fráköst, 3 stolnir), Edin 19 (4 fráköst, 2 stolnir), Craig 16 (5 stoðs.), Ari 9 stig (5 fráköst, 5 stolnir), Kristján Pétur 5 stig, Siggi Haff 4 stig (6 fráköst, 1 varið skot), Jón Hrafn 2 stig.
Gaman var að sjá að við vorum með 40 fráköst og þar af var liðið (TEAM) með 8 stykki (geri ráð fyrir að allir inná hafi haft tök á boltanum í einu)
Myndir frá leiknum HÉR í boði karfan.is (Jan)
Nú er að fylgjast með hvaða liði við mætum í 8 liða úrslitum, en dregið verður þriðjudaginn 10. janúar kl. 14.00 í húsakynnum Vífilfells og verður að öllum líkindum í beinni á visir.is.
Áfram KFÍ.
Deila