Síðastliðinn þriðjudag framlengdu Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar og Íslandsbanki samstarfssamning til eins árs. Íslandsbanki hefur um langt árabil verið einn af helstu bakhjörlum KFÍ og stutt dyggilega við bakið á körfuboltanum á Ísafirði. Styrkur Íslandsbanka skiptist þannig að 40% hans rennur til Barna- og unglingaráðs KFÍ og 60% til almennrar starfsemi félagsins.
Stjórn KFÍ þakkar Íslandsbanka kærlega fyrir stuðninginn og áframhaldandi gott samstarf.
Deila