Góður stuðningur fyrirtækja og einstaklinga er lífsnauðsynlegir fyrir íþróttastarf og býr Körfuknattleiksdeild Vestra að mörgum öflugum bakhjörlum sem gera deildinni kleift að efla starfsemi hennar. Á dögunum endurnýjaði Íslandsbanki samstarfssamning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra (áður KFÍ). Íslandsbanki leggur sérstaka áherslu á stuðning við barna- og unglingastarf sem endurspeglast í samstarfssamningnum við deildina.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra þakkar Íslandsbanka samstarfið í gegnum tíðina og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Deila