Freygerður Ólafsdóttir frá Íslandsbanka, undirritaði samstarfssamning bankans og KFÍ, ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni KFÍ í hálfleik í viðureign KFÍ og Hauka. Það var táknrænt að á eftir fylgdi glæsilegur og mikilvægur sigur okkar manna.
Íslandsbanki hefur verið tryggur styrktaraðili KFÍ til margra ára og það er okkur ekki síður mikilvægt. Samstarfið hefur verið frábært og það vita allir að gott starf íþróttafélags verður aldrei tryggt ef ekki kæmi til góðs skilnings máttarstólpa samfélagsins. Íslandsbanki er einn af fjölmörgum slíkum sem hafa staðið á bak við KFÍ.
TIl hamingju með samninginn og við í KFÍ erum ævarandi þakklát styrktaraðilum eins og Íslandsbanka.