Fréttir

Jakinn TV með beina útsendingu frá Borgarnesi

Körfubolti | 08.03.2018
Þrír af fjórum byrjunarliðsmönnum á Jakinn-TV. Frá vinstri: Þormóður Logi Björnsson, Guðmundur Kort Einarasson og Jakob Einar Úlfarsson. Á myndina vantar þulinn Guðjón M. Þorsteinsson sem trúlega heldur á myndavélinni.
Þrír af fjórum byrjunarliðsmönnum á Jakinn-TV. Frá vinstri: Þormóður Logi Björnsson, Guðmundur Kort Einarasson og Jakob Einar Úlfarsson. Á myndina vantar þulinn Guðjón M. Þorsteinsson sem trúlega heldur á myndavélinni.

Vestri mætir Skallagrími í Fjósinu í Borgarnesi í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta á morgun föstudaginn 9. mars kl. 19:15. Dugnaðarforkarnir hjá Jakinn-TV ætla að bregða sér í Borgarfjörðinn og sýna beint frá leiknum á YouTube streymi sínu.

Skallagrímur hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og verður hann afhentur að leik loknum. Leikurinn skiptir Vestra talsvert meira máli því með sigri tryggir Vestri heimavallarréttinn í úrslitakeppninni framundan. Tapi Vestri leiknum þarf liðið að treysta á að Breiðablik tapi sínum leik einnig til að halda heimavallarréttinum.

Þetta verður án efa skemmtileg viðureign sem við hvetjum alla stuðningsmenn Vestra til að fylgjast með.

Þess má einnig geta að unglingaflokkar Vestra og Skallagríms mætast einnig í Fjósinu á laugardag.

Áfram Vestri!

Deila