Fréttir

Jóhann Jakob kominn heim

Körfubolti | 12.01.2017
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Jóhann Jakob.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Jóhann Jakob.

Miðherjinn Jóhann Jakob Friðriksson er genginn í raðir Vestra á nýjan leik og mun leika með liðinu út tímabilið. Jóhann Jakob er uppalinn innan raða KFÍ og hefur leikið með meistaraflokki liðsins undanfarin ár. Í upphafi yfirstandandi tímabilsins fluttis Jóhann suður til Reykjavíkur og lék með Ármenningum í 1. deildinni í haust. Þar hefur Jóhann verið í lykilhlutverki og er bæði stigahæsti og frákastahæsti leikmaður liðsins með 12,3 stig og 8,3 fráköst.

Það er fengur að því að fá Jóa aftur heim og mun þessi 202 sentímetra miðherji styrkja liðið í baráttunni sem framundan er um sæti í úrslitakeppninni.

Deila