Hin árlega jólakarfa KFÍ fer fram á aðfangadagsmorgun í íþróttahúsinu Torfnesi. Upplagt tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að slá tvær flugur í einu höggi; hreyfa sig og baða sig fyrir hátíðina. Allir velkomnir!
Dagskrá:
10:00-11:00
Jólakarfa fyrir yngri krakka 6-14 ára.
11:00-13:00
Eldri iðkendur.
Stjórn yngri flokka KFÍ óskar öllum iðkendum félagsins og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.