Hin árlega jólakarfa KFÍ á aðfangadag verður á sínum stað að venju en löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina. Yngri iðkendur (9 ára og eldri) mæta kl. 9 og skemmta sér til 10.30 en þá mæta rosknari og reynslumeiri leikmenn sem sprikla til kl. 12. Góða skemmtun!
Deila