Fréttir

KFÍ-ÍR á morgun föstudag

Körfubolti | 27.02.2014

Á morgun 28.febrúar koma silfurdrengir Örvars Þórs frá því um síðustu helgi í Powerade bikarnum í heimsókn á Jakann. Þeir eiga harma að hefna, en KFÍ tók leikinn fyrir sunnan 76-86. Margt hefur breyst hjá báðum liðum og hafa ÍR drengirnir staðið sig svo sannarlega eftir áramót og hafa fengið hinn frábæra Nigel Moore frá Njarðvík og aðrir ens og Matti Sig, Hjalti, Sveinbjörn og Björgvin hafa spialð frábærlega.

 

ÍR er að berjast fyrir góðu sæti í úrslitakeppninni á meðan við erum að berjast fyrir sæti í Dominosdeildinni. Það er engan bilbug á drengjunum úr KFÍ að finna og þeir eru svo sannarlega tilbúnir í leik. Núna verðum við að fá sem flesta á Jakann og öskra frá sér allt vit.

 

Að venju byrjum við á því að fá okkur í gogginn með kokkaliði KFÍ og er eldað á hinni frábæru Muurikka pönnu sem meistari Steini er með á sínum snærum.

 

KFÍ-TV verður að sjálfsögðu með beina útsendingu og hefst hún kl.18.50.

 

Áfram KFÍ

Deila