Sunnudagskvöldið 6. desember tekur meistaraflokkur KFÍ á móti ÍR í Subway-bikarnum og hefst leikruinn kl.19.15. Þessi tvö lið mættust í Valsmótinu í haust og þá fór KFÍ með sigur af hólmi 57-56 í æsispennandi leik. Það er alveg öruggt að ÍR kemur hingað til þess að hefna ófaranna og eru þeir með mjög skemmtilegt lið. Þar á meðal eru Nemanja Sovic sem er stigahæstur leikmanna þeirra, Hreggviður Magnússon, Steinar Arason, Gunnlaugur H. Elsuson og hinn síungi Eiríkur Önundarson. ÍR er sem stendur í 7.sæti Iceland Express deildarinnar
Margt verður til gamans gert á leiknum þ.á.m. verða skotleikir frá "Velkomin um borð" frá Flugfélag Íslands og einnig frá Bókahorninu á Ísafirði sem nýlega opnaði í versluninni Neista á Ísafirði. Það er því um að gera að koma á leikinn og horfa á góðan leik og eiga möguleika að ganga heim með góða vinninga að leik loknum.