Fréttir

KFÍ-Skallagrímur á föstudag

Körfubolti | 05.03.2012
Ískaldir Ísdrengir
Ískaldir Ísdrengir

Þá er komið að því. Stórleikur gegn Skallagrím á föstudagskvöldið 9. mars og efst leikurinn kl. 19.15 og að leik loknum tökum við á móti deildarbikarnum í 1. deild og eru drengirnir og þjálfari KFÍ Pétur Már Sigurðsson vel að þessum tittli komnir enda búnir að spila frábærlega í vetur. Það verður þó ekkert slakað á og ætla strákarnir að sýna mátt sinn gegn Skallagrím sem er með frábært lið og eru þeir í baráttu um heimavallarrétt í umspili um sæti í Iceland Express sæti.

 

Margt verður gert til að gera þennan leik sem skemmtilegastan fyrir alla úr fjölskyldunni. Byrjað verður að grilla kl. 18.00 en þá opnum við Jakann fyrir fólki og verða þeir Víðir Örn Rafnsson og Víðir Gauti Arnarson með upphitun fyrir Grímuball Ísfólksins og KFÍ með því að fremja músikgjörning og er hér tóndæmi

 

Skotleikir verða á leiknum og er meðal annars hægt að vinna sér inn forláta tölvu frá Snerpu með því að hitta frá miðju og svo er að sjalfsögðu hægt að vinna sér inn flug frá Flugfélagi Íslands einnig.

 

Frítt er á leikinn í boði Hraðfrysihúss Gunnvarar, Snerpu og Landsbankans og hvetjum við alla að koma og skemmta sér saman með okkur.

 

Áfram KFÍ

Deila