Fréttir

KFÍ-Stjarnan í drengjaflokk á morgun

Körfubolti | 08.10.2010
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Strákarnir í drengjaflokk taka á móti Stjörnunni á morgun og hefst leikurinn kl. 14.00. Þeir eru búnir að keppa þrjá leiki og sigra tvo þeirra gegn ÍR og Snæfell/Borgarnes. Þeir ætla sér sigur á morgun og hvetjum við alla til að fjölmenna á leikinn. Eftir að leik þeirra lýkur eru strákarnir í UMFB með Shiran Þórisson í broddi fylkingar að keppa í Bolungarvík og hefst sá leikur kl.16.00 þannig að fólk getur gert sér glaðan körfuboltadag.

Einnig viljum við minna á að strákarnir í 2. flokk Harðar keppa kl.12.00 gegn HK á undan leik KFÍ og er ekki úr vegi að koma og styðja þá og sýna samstöðu íþrótta. Deila