Það er óhætt að segja að KFÍ-TV sé víða með útsendingar. Við erum að sjálfsögðu að senda út körfuboltann á veturna og svo núna fótboltann á sumrin, en við tökum allt að okkur. Núna síðast erum við ásamt Einar Braga og Jóa Guðbjarts í Tron Media að senda frá kosningafundi Ólafs Ragnars Grímssonar í kvöld og erum við að sjálfsögðu til í að senda út fyrir alla aðra frambjóðendur, enda erum við alþýðulegir þegar kemur að útsendingum og drögum enga í dilka.
Endilega látið okkur vita ef við getum sent út viðburði.
Deila