Fréttir

KFÍ-Valur 38-53

Körfubolti | 18.10.2009
Sunna fer sterkt upp á körfuna og Vera hefur komið sér í góða stöðu.
Sunna fer sterkt upp á körfuna og Vera hefur komið sér í góða stöðu.
Eftir öruggan sigur í fyrsta leik stóð aldeilis til að fylga því eftir og vinna þennan leik líka. Ekki gekk það alveg upp byrjuðu Valsstelpur á að komast í 6-0 og síðan 14-5 eftir fyrsta fjórðung. Við náðum aldrei að ógna Valsstelpunum í leiknum og lendum mest 23 stigum undir 25-48 í lok þriðja fjórðungs. Klárum leikinn með sæmd og töpum með 15 stigum 53-38. Það sem helst skildi liðin að voru fráköstin. Valsstúlkurnar eru mjög hávaxnar og gekk okkur illa að eiga við þær innan teigs. Vorum ekki nógu duglegar að stíga þær út. Baráttan var þó til fyrirmyndar og gáfust KFÍ stelpur aldrei upp en mættu hér ofjörlum sínum. Stigin hér í nánar:

Guðlaug 8, 4-2 í vítum
Sunna 8, 2-1, 1 þriggja
Eva 7, 2-1
Vera 6
Marín 4
Marelle 2
Heiðdís 2
Dagbjört 1 Deila