Þetta er í þriðja sinn sem KFÍ hampar 1.deildartitilinum...
...fyrst árið 1996...
...og síðan árið 2003. [Mynd: Halldór Sveinbjörns/BB]
1 af 3
KFÍ fær Ármann í heimsókn í morgun í síðasta leik meistaraflokksins í vetur. Eins og flestir vita þá hefur KFÍ þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og því verður mikið "húllumhæj" á leiknum auk þess sem formaður og framkvæmdarstjóri KKÍ afhenda liðinu deildarmeistarabikarinn í lok leiks.
Við hvetjum alla að koma og fagna með okkur þessu frábæra árangri og gera læti á Jakanum !!!!!!!
Fyrir þá sem eiga ekki heimagengt þá er leikurinn sendur út í beinni á netinu á KFÍ TV sem endranær.
Þess má geta að Ármann vann fyrri leik liðanna í vetur 83-77 og því á KFÍ harma að hefna.