Nú eru drengirnir í KFÍ TV að gíra sig upp fyrir veturinn og eru búnir að endurnýja búnað sinn. Ennfremur er ljósleiðaratenging að komast á og þá verða gæði útsendingar í hæstu gæðum. Það er mikil tilhlökkun í hópnum sem telur fimm manns og verið er að leggja lokahönd á frágang og er ætlun okkar einnig að gera okkur góða aðstöðu á Jakanum, en aðstaðan er slæm eins og er. En nú stendur til að laga það.
Við viljum einnig koma skilaboðum til aðkomuliða og dómara að taka með sér minnislykil. Við tökum þá fyrir leik og setjum leikina inn á fyrir þá.
Deila