Stuðningsmenn númer 1. Flosi og Stína með Geira á Guggunni, Kristján, Tobbi og Unnþór
1 af 3
Strákarnir kláruðu skylduverkefni sitt gegn Heklu í Subway bikarnum lokatölur 64-98 (32-34). Leikmenn okkar voru hálfsofandi í fyrri hálfleik og voru eigninlega á því að þeir þyrftu ekki að hafa fyrir hlutunum. Þannig hugsunarháttur er ekki líklegur til mikilla afreka. Í seinni hálfleik skildi á milli liðanna og eftir þriðja leikhluta var staðan komin í 46-65. Vörnin var orðin þétt. Í fjórða leikhluta var enn bætt í og öruggur 34 stiga sigur í höfn!
Borce spilaði lítið á okkar aðalmönnum, en blandaði liðinu vel saman í leikinn og leyfði öllum að spila. Yngri strákarnir komu sterkir inn og nýttu sitt tækifæri vel. Meðal annars áttu þeir Nonni og Óskar tvö risa varin skot (boltinn fannst að lokum á Selfossi).
Sem sagt við áfram Í Subway bikarnum og nú er bara að sjá hverjir verða okkar andstæðinar næst. Það er gott hljóð í hópnum og er vert frá því að segja að helmingur áhorfenda á leiknum voru Ísfirðingar. Fóru þar fremst í flokki þau Flosi, Stína og Geiri Bjartar :)