Fréttir

KFÍ fær Breiðablik á sunnudaginn 17.febrúar

Körfubolti | 15.02.2013
,,im coming for you
,,im coming for you"

Einn leikur er hjá okkur í KFÍ þessa helgi, en þá taka stelpurnar okkar á móti Breiðablik á Jakanum og er leikurinn á sunnudaginn n.k. og hefst kl.14.00.

 

Stelpurnar eru á góðu róli og ætla sér að taka restina af leikjunum í 1.deildinni og hafa sýnt að allt er til staðar til að gera svo. Þær hafa æft vel og erum við með skemmtilegt lið í höndunum.

 

Nú hvetjum við alla til að mæta á leikinn og hvetja þær til dáða. Þær eiga það skilið. Við skulum ekki gleyma því að þær eru í þriðja sæti í 1.deild og eru að nálgast annað sætið af ákefð.

 

Áfram KFÍ

Deila