Fréttir

KFÍ fær KR í heimsókn í B-deildinni á morgun laugardag

Körfubolti | 09.11.2012
Stulli er tilbúinn í átök morgundagsins
Stulli er tilbúinn í átök morgundagsins

Á morgun byrja strákarnir í KFÍ-B sinn fyrsta heimaleik á þessu tímabili. Þeirra fyrsti leikur var gegn Haukum-B fyrir sunnan og töpuðu þeir honum eftir erfiða byrjun en þeir náðu aðeins að setja 24 stig í fyrri hálfleik en fengu á sig 53. leikurinn endaði 61-86 og voru þeir því að komast í gang og í takt við leikinn í þeim síðari. En þess má geta að spilað var snemma morguns á laugardegi sem er ekki vinsælt.

 

Að þessu sinni erum við á heimavelli en andstæðingar okkar eru ekki af lakari tegund liða en það eru sjáfir KRingar sem koma með sitt B-lið og hefst leikurinn kl.16.30 á Jakanum. 

 

Í liði okkar eru flottir strákar og eru bland af ungum og heldri leikmönnum. Þar má telja Shiran Þóris, Jón Kristinn, Stefán Hafsteins, Sturla Stígsson, Sigmundur Helga, Vésteinn Már, Magnús Þór, Unnþór Jóns svo eitthvað sé talið upp. En liðið er til alls líklegt í vetur.

 

Lið KR-B er ekki skipað síðri leikmönnum og eru þeir mættir til að taka stigin með sér, en það er ekki í boði.

 

Við hvetjum alla að koma og hvetja strákana áfram.

 

Áfram KFÍ

Deila