KFÍ tekur á móti Ármanni föstudaginn 8. janúar kl. 19:15 á Torfnesi í fyrsta heimaleik ársins í 1. deild karla. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur enda eru KFÍ strákar með bakið upp við vegg og verða að vinna til að lyfta sér upp úr fallsæti. Ármenningar voru á góðu skriði fyrir jólafrí og unnu tvo síðustu leiki sína gegn Reyni og ÍA og eru einu sæti ofan við KFÍ fyrir leikinn.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni fékk KFÍ góðan liðstyrk fyrir leikinn en miðherjinn Birgir Björn Pétursson mun klæðast KFÍ treyjunni í leiknum á ný.
Miðaverð á leikinn er aðeins 1.000 krónur og boðið verður upp á hina rómuðu hamborgara skömmu fyrir leik.
Líkt og fyrr verður leikurinn í beinni útsendingu á Jakinn-TV.
Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við strákana.
Deila