Á sunnudaginn kemur, þann 27. september, mætir KFÍ úrvalsdeildarliði Grindavíkur í lokaleik D-riðils í Lengjubikarnum hér á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 16:00.
Grindvíkingar sitja í toppsæti riðilsins og hafa unnið alla þrjá leiki sína en gengi okkar manna hefur verið æði brösótt í þessum fyrstu leikjum tímabilsins sem hafa allir tapast gegn mjög sterkum mótherjum. Leikur liðsins er þó smátt og smátt að slípast til og eðlilegt að það taki smá tíma að komast í leikæfingu auk þess sem lykilmenn hafa verið að glíma við meiðsli.
Þess má svo geta að tveir leikmenn KFÍ, þeir Kjartan Helgi Steinþórsson og Nökkvi Harðarson eru uppaldir í Grindavík og verður án efa gaman fyrir þá að mæta sínum gömlu félögum.
Deila