Í kvöld mætir KFÍ Hamri á útivelli í Hveragerði. Liðin standa jöfn að vígi eftir þrjár umferðir og hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Það er því von á spennandi leik í Hveragerði í kvöld. Einnig verður spennandi að sjá hvernig nýr leikmaður KFÍ, Christopher Anderson, kemur inn í liðið í sínum fyrsta leik.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður að öllum líkindum í beinni útsendingu á Hamar-TV.
Deila