Næstkomandi föstudag, 5. febrúar, tekur KFÍ á móti Hamri frá Hveragerði í 1. deild karla kl. 19.15. Það er þó rétt að setja þann fyrirvara að veðurspá fyrir föstudaginn lítur mjög illa út og því kann vel að vera að leiknum verði frestað. Við hvetjum alla til að fylgjast með hér á síðunni og á Facebook síðu KFÍ hvað þetta varðar.
En ef allt gengur upp verður leikurinn í beinni útsendingu á Jakinn-TV.
Deila