KFÍ og Flugfélag Íslands gerðu með sér áframhaldandi samning sem er til þriggja ára eða til ársins 2014 og er gríðarlega mikilvægur fyrir félagið. Það er mikil gleði hjá báðum aðilum og hefur samstarf félaganna tveggja verið afar farsælt í mörg ár. Við þökkum Flugfélagi Íslands kærlega fyrir og minnir aðdáendur okkar jafnframt á "Velkomin um borð" skotið vinsæla sem er á öllum heimaleikjum hjá meistaraflokkum félagisins, en þá fá tveir heppnir áhorfendur tækifæri á að "skjóta" sig í flug með Flugfélaginu.
Áfram KFÍ og Flugfélags Íslands
Deila