Í gærkvöld rétt fyrir leik KFÍ og Hamar var skrifað undir samning á milli KFÍ og Menntaskóla Ísafjarðar. Fá nemendur menntaskólans 50% afslátt á alla heimaleiki KFÍ í 1. deild karla og kvenna og Lengjubikar KKÍ. MÍ mun kappkosta við að auglýsa leikina vel. Þetta er jákvætt fyrir alla aðila og eru menn sáttir við samninginn.
Deila