Fréttir

KFÍ og Strandamenn í samstarf

Körfubolti | 13.09.2015
Myndarlegur hópur körfuboltastráka en hópurinn er í reynd enn stærri en nokkrir voru forfallaðir á sunnudagsæfingunni.
Myndarlegur hópur körfuboltastráka en hópurinn er í reynd enn stærri en nokkrir voru forfallaðir á sunnudagsæfingunni.

Yngri flokkar KFÍ og Héraðssamband Strandamanna munu sameina krafta sína í vetur í tveimur aldurshópum drengja, 10. flokki og 8. flokki. Að minnsta kosti fjórir Strandamenn keppa með flokkunum á Íslandsmótum vetrarins, tveir í hvorum aldurshópi. Samtals telur hópurinn hátt í 20 stráka.

 

Blásið var til sameiginlegra æfinga beggja flokka nú um helgina og var æft á Torfnesi bæði laugardag og sunnudag en þjálfarar drengjanna eru Nebojsa Knezevic og Hákon Ari Halldórsson, Einnig aðstoðaði Nökkvi Harðarson við æfingar helgarinnar en hann þjálfar einmitt stóran hóp 7. flokks stúlkna KFÍ.

 

Öllum sem stóðu að æfingum helgarinnar bar saman um að vel hefði tekist til. Barna- og unglingaráð KFÍ væntir  mikils af samstarfinu við Strandamenn og lofar helgin góðu í þeim efnum. Það voru Körfuboltabúðir KFÍ í vor sem kveiktu þá hugmynd að láta strákana keppa saman í vetur en þrír af þeim sem nú eru gegnir til liðs við KFÍ tóku einmitt þátt í þeim búðum.

Deila