KFÍ hefur undanfarin ár haft æfingar í samstarfi við UMFB og hefur það starf verið farsælt. Áframhald verður á því í vetur og munu krakkarnir héðan æfa með krökkunum úr Bolungarvík og öfugt, en þau keppa undir nafni KFÍ. Allar nánari upplýsingar varðandi yngri flokkana er hægt að fá hjá Guðna Ó. Guðnasyni á gudnig@vis.is og hér á síðunni undir skrár og skjöl og einnig á umfb.is
UMFB og KFÍ verða einnig í samstarfi um að vera með meistaraflokk karla sem mun keppa undir merkjum UMFB í vetur. Liðið hefur verið skráð til leiks í 2. deild og mun keppa þar. Heimaleikir verða spilaðir í Bolungarvík og eru æfingar að hefjast þessa dagana.
Ljóst er að það eru fjölmargir á norðanverðum Vestfjörðum sem hafa brennandi áhuga á körfubolta og hefur vantað fleiri úrræði fyrir þessa aðila til þess að stunda íþróttina í skipulögðu starfi. Það hafði tíðkast að vera með Vestfjarðadeild í körfuknattleik og er það von UMFB og KFÍ að fleiri lið spretti upp í framtíðinni svo hægt verði að mynda slíka deild á ný.
Þjálfari liðsins er Shiran Þórisson
Til loka ágúst verða æfingar Mánudaga, Miðvikdaga og Fimmtudaga frá kl 18.30-19.30 í íþróttahúsinu í Bolungarvík.
Nánari upplýsingar veitir Shiran Þórisson á shiran.thorisson(hjá)gmail.com.