KFÍ hefur gengið frá samning við leikstjórnanda að nafni Jason Anthony Smith. Jason hefur mikla reynslu sem leikmaður og spilaði nú síðasta vetur í efstu deildinni í Portúgal með liði CAB Madeira. Þar á undan spilaði hann í Þýskalandi með liði Schwelmer Basket í pro-B deildinni. Hjá CAB var hann með 16 stig og 5.3 stoðsendingar a.m.t í leik og stigahæstur í liðinu og hjá Schwelmer var hann með 19 stig og 4.5 stoðsendingar.
Jason er mikil skytta og með frábæra nýtingu í skotum sínum og er einnig góður að leika uppi félaga sína og er mikill leiðtogi.
Hér eru hlekkir á drenginn frá Þýskalandi og Portúgal
Við vonumst til að geta verið með fleiri fréttir af liðinu þegar líða tekur á vikuna, en allt er gert til að tefla fram góðu liði í Dominosdeildina næsta vetur og dropinn holar steininn.
Deila