Fréttir

KFÍ sigraði ÍR í rosalegum spennuleik

Körfubolti | 18.10.2010
ÍR voru hins vegar funheitir í sínum skotum  (Mynd: Helgi Kr.)
ÍR voru hins vegar funheitir í sínum skotum (Mynd: Helgi Kr.)
1 af 10
Það var ekkert sem benti til þess að KFÍ ætlaði að taka þátt í körfuboltaleik í kvöld. ÍR strákarnir komu stemmdir til leiks og flengdu strákana í KFÍ strákana strax frá byrjun og það fóru fyrir Hjalti Friðriksson, Nemaja Sovic og Kelly Bidler. Þeir fóru mjög létt í gegn um vörn KFÍ og einnig náðu þeir nokkrum góðum hraðaupphlaupum. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 14-25 og áhorfendur jafnt sem liðsmönnum KFÍ var ekki skemmt. Strákarnir náðu aðeins að komast inn í leikinn sóknarlega, en varnarleikurinn var hriplekur. Við sóttum ágætlega á köflum og náðum að minnka forskot ÍR niður í 8 stig og staðan í hálfleik 37-45 og svipurinn á drengjunum var ekki fallegur.

En ef að áhorfendur héldu að þetta væri slæmi kaflinn þá var hann rétt að byrja. ÍR byrjuðu eins og þeir enduðu og náðu að fara með leikinn upp í 10 stiga forskot eftir tveggja mínútna leik og staðan þá 37-47 og allt í járnum, en þá tóku ÍR að herða tökin og fjarlægjast næstu mínútur og allt í einu var staðan farin frá 40-49, 53-63 og þá skildu leiðir. ÍR fór áfram, en við aftur á bak og áður en við gátum blótað var staðan komin í  61-76 og einn fjórðungur eftir. 

Þegar sá fjórði hófst var sama upp á teningnum og eftir um 40 sekúndna leik voru ÍR strákarnir komnir með 20 stiga forskot 61-81 og allt útlit fyrir algjöru bursti. Það var sem stungið hefði verið á blöðru og allt gekk með gestunum á sama tíma og það var fullt á ljósum en enginn heima hjá okkar drengjum.

En þegar um tvær mínútur voru liðnar af leiknum setti Darco tóninn með góðu sniðskoti og Carl fór á eftir á vítalínuna og bæti við og staðan 65-81. Þegar þarna var komið voru strákarnir að hlaupa um allan völl á eftir mönnum og spila góða vörn LOKSINS. Og þá koma það, áhlaup var gert á ÍR og á fjórum mínútum komumst við í 78-83 og allt virtist vera að falla með okkur, þá setti Karolis leikmaður ÍR þriggja stiga körfu og staðan 78-86 og næstu mínútuna skiptust liðin á körfum og þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 80-89 og allt leit út fyrir ÍR sigur. En NEI takk, það var ekki samþykkt og þeir Nebojsa og Craig tóku við sér og komu leiknum í 88-89 og 15 sekúndur eftir af leiknum. Við brutum af okkur og Nemanja skoraði fyrir ÍR og 88-91 staðan og 14 sekúndur eftir. Þá kom Craig nokkur Schoen með þrist nánast frá miðju og allt varð vitlaust í húsinu. ÍR strákarnir fengu boltan en Karolis henti boltanum út af og framlengt takk fyrir túkall.

Til að gera langa sögu stutta þá áttum við framlenginguna með húð og hári og sigrðuðum örugglega. Lokatölur 107-97.

ÍR strákarnir voru að vonum svekktir og hentu frá sér leiknum má segja. Þeir fóru að drippla of mikið í stað þess að láta boltann fljóta og fóru á taugum við pressuna í endann. Það verður þó að segja eins og er að þeir gáfu allt í leikinn og spiluðu glimrandi vel á köflum, slæmur kafli í endann fór með þá.

KFÍ strákarnir voru ótrúlegir. Þeir spiluðu mjög illa nánast þrjá fjórðu af leiknum, en gáfust aldrei upp og baráttan var til fyrirmyndar í restina og sneru taflinu með hlaupi upp á 46-16 hvorki meira né minna. Þetta voru stór tvö stig í pottinn og tók smá pressu af okkur. Það var erfitt að vera án Edin sem hefur spilað frábærlega, en Hugh Barnett nýji KFÍ liðinn sýndi góða takta. hann spilaði tæpar þrettán mínútur en var með 10 stig og 5 fráköst og á eftir að komast í takt við leikinn hjá okkur.

Craig, Nebojsa, Darco og Carl fóru fyrir okkar strákum í kvöld. En Baráttan í Daða, Ara og Pance í vörninni skilaði líka sínu í pottinn.

Það var troðfullt á Jakanum í kvöld og fólkið var vægast sagt FRÁBÆRT. Þvílíkur stuðningur frá þeim og lætinn um 130 desíbel eða líkt og Fokker væri að taka á loft. Þetta er forsmekkurinn á því sem koma skal frá fólki fyrir vestan og verður þetta frábær vetur. með ykkar stuðningi er margt hægt

Stig KFÍ: Craig 32 stig (7 fráköst, 9 stoðs, og 9 stolnir), Nebojsa 26 stig (5 fráköst, Carl 13 stig (13 fráköst), Darco 13 stig (9 fráköst), Hugh 10 stig (5 fráköst), Daði 8 stig, Ari 3 stig, og Pance 2 stig.

StigÍR: Kelly Bidler 32, Nemanja 23, Karolis 13, Hjalti 8, Níels 8, Vilhjálmur 5, Bjarni 3, Davíð 3 og Ásgeir 2.

Maður leiksins: Craig Schoen !! hann var algjörlega magnaður og dreif liðið áfram með rosalegri baráttu.

Tölfræði leiks 
Deila