Á morgun föstudag koma Snæfellingar hingað heim og verður gaman að sjá hvernig okkar drengir eru stemndir.
Snæfellingar eru með feykilega sterkt lið og verða harðir í horn að taka og er okkar fyrrum félagi Kristján Pétur þar á meðal leikmanna gestanna og verður gaman að fá henn heim. Muurikka pannan verður á sínum stað og byrjum við þar 18.30 með dýrindis mat. Nú er bara að klára vinnuna, koma upp á Jaka og fá sér að borða fyrir leik sem hefst kl.19.15.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hann sýndur eins og ávallt á KFÍ-TV og hefst útsending kl.18.50.
Áfram KFÍ
Deila