Fréttir

KFÍ tekur á móti Val á morgun 15. desember

Körfubolti | 14.12.2013

Á morgun sunnudag koma Valsmenn hingað heim og vonum við að okkar drengir séu ekki komnir í of mikinn jólagír því þetta er jú síðasti leikurinn á árinum og því sannkallaður jólaleikur.

 

Valur hefur háð erfiða baráttu í deildinni. Þeirra á meðal er Birgir Björn Pétursson og bjóðum við hann náttúrulega velkomið á gamla parketið sitt. Muurikka pannan verður á sínum stað og byrjum við þar 18.30 með dýrindis mat. Nú er bara að klára vinnuna, koma upp á Jaka og fá sér að borða fyrir leik sem hefst kl.19.15.

 

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hann sýndur eins og ávallt á KFÍ-TVog hefst útsending kl.18.50.

 

Áfram KFÍ

Deila