Meistaraflokkur karla hjá KFÍ er á leið suður til að spila gegn Keflavík og er leikurinn á föstudagskvöldið kl. 19.15. Hann átti að vera í fimmtudag en vegna slæms veður í borginni var ekki fært vestur.
Til þess að af leik yrði örugglega og vegna skyldna við leiki sem eru á laugardag hér fóru menn í að keyra suður. Á laugardag er mfl. kvenna að spila gegn Val og hefst leikurinn kl. 12.00 á Jakanum. Næst eru strákarnir í UMFB að spila gegn Patrek og hefst sá leikur í Bolungarvík kl. 15.00 og síðast en ekki síst eru strákarnir í drengjaflokk að spila gegn Haukum og er sá leikur á Jakanum kl. 17.00.
Þess má svo geta að lokum að rúmlega 40 manna/kvenna hópur af galvöskum minnibolta iðkendum og foreldrum er að fara á hið frábæra Nettómót sem Keflavík og Njarðvík halda saman og er tilhlökkunin alveg að bera fólk orfuliði.
Það er því nóg að gerast á stóru heimili KFÍ þessa dagana
Deila