Fréttir

Kaffihús og kökubasar KFÍ á skírdag

Körfubolti | 14.04.2014

Á skírdag standa yngri flokkar KFÍ fyrir kaffihúsi og kökubasar í íþróttahúsinu Torfnesi í tengslum við hið árlega Páskaeggjamót KFÍ. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til barna- og unglingastarfs félagsins. Svipuð fjáröflun fór fram á skírdag í fyrra og gekk vonum framar.

Heimamenn, gestir og gangandi á Skíðaviku er hvattir til að leggja leið sína í íþróttahúsið, horfa á eða spila skemmtilegan körfubolta og fá sér gott með kaffinu í leiðinni. Mótið hefst kl. 11 og þá um leið opna kaffihúsið og kökubasarinn. Opið verður frameftir degi á meðan kræsingarnar endast.

Deila