Fréttir

Kjartan Atli Kjartansson á leið í æfingabúðirnar

Körfubolti | 26.04.2013

Kjartan Atli er á leið í æfingabúðir KFÍ í fyrsta sinn en hefur verið að þjálfa frá árinu 2005 er hann þjálfaði hjá Stjörnunni auk þess að spila með meistaraflokk félagsins. Hann stofnaði körfuknattleiksdeild Áltanes árið 2007 þá 17 ára gamall og þjálfaði þar í tvö ár. 2011 tók Kjartan við þjálfun hjá Fsu og tók þar eitt ár áður en hann kom aftur til Stjörnunnar 2012 og þjálfaði mfl.kv, 7.flokk og mb 11.ára og náði mjög góðum árangri. Kjarri hefur unnið Íslandsmeitaratitil með tveim liðum og náð öðru sæti á Scania Cup. Kjarri er líflegur og skemmtielgur þjálfari sem smitar út frá sér með gleði. Við bjóðum Kjarra velkominn í hópinn.

Deila