Í dag var skrifað undir samning við Kjartan Helga Steinþórsson úr Grindavík. Það var gert fyrir sunnan og var Birgir Örn þjálfari þar og kláraði málin. Kjartan er nítjan ára gamall 193 cm á hæð og er leikstjórnandi/skotbakvörður og kemur frá Grindavík. Hann fór til BNA til að spila körfu og til náms árið 2011 og spilaði með gríðarlega sterku liði Warren Hardin skólanum sem sigraði í sínum riðli í 1.deildinni og komust í átta liða úrslit. Hann var þar sem skiptinemi og vegna reglna í High School sem eru úti gat hann ekki haldið áfram í skólanum þar og fluttist hann í Hamton Roads Academy í Virginíu og var þar einn af burðarásum liðsins og var ofarlega i allri tölfræðinni. Þaðan hélt hann til 2. deildar háskólann Southwest Baptist í NCAA en þessi skóli var einum of mikill í trúfræðinni og ekki í boði að vera þar í þrjú ár. Hann hélt því til uppeldisfélags hans Grindavík og var þar í vetur. Kjartan er í U-20 landliðshópnum ásamt Jóa okkar.
Það eru góðar fréttir að ungu krakkanir séu farnir að líta til KFÍ þar sem stjórn og þjálfarinn okkar Birgir Örn ætla sér stóra hluti. Núna eru tveir ungir leikmenn búnir að skrifa undir og er von á frekari fréttir á næstu dögum.
Áfram KFÍ
Deila