Bakvörðurinn Kjartan Helgi Steinþórsson hefur samið við KFÍ um að leika með liðinu á ný á komandi tímabili.
Kjartan er uppalinn hjá Grindvíkingum þar sem hann varð bikarmeistari árið 2014. Hann lék einnig í þrjú ár í Bandaríkjunum í mennta- og háskólaboltanum. Kjartan var ekki lengi að finna sig á Ísjakanum því hann skoraði 22 stig í sínum fyrsta leik þar á móti Tindastól í Lengjubikarnum síðastliðið haust. Hann var með rúmlega 12 stig að meðaltali í leik í deild og bikar á síðata tímabili.
Deila