Fréttir

Körfuboltaæfingar hefjast á ný eftir jólafrí

Körfubolti | 02.01.2017

Æfingar allra æfingahópa körfuknattleiksdeildar Vestra hefjast aftur samkvæmt æfingatöflu á morgun, þriðjudaginn 3. janúar 2017, eftir jólafrí. Nokkrar æfingar voru í boði fyrir elstu iðkendurna og meistaraflokk milli jóla og nýárs en yngstu iðkendurnir fengu góða hvíld um hátíðirnar.

Stjórn og barna- og unglingaráð óska öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og stuðningsfólki gleðilegs árs og hlakkar til samstarfsins á nýju körfuboltaári.

Deila