Finnur Stefánsson hefur stýrt þjálfun yngri flokka KR með góðum árangri síðustu misseri. Það var sannarlega fengur að fá hann hingað til okkar í æfingabúðirnar. Hann var að sjálfsögðu gripinn í stutt viðtal í lok búða.
Það hefur verið virkilega gaman að fá að koma hingað og fá að taka þátt í þessu með ykkur. Gaman að vera í kringum frábært fólk, topp þjálfara og góða krakka. Búðirnar eru einstaklega vel heppnaðar sýnist mér. Kosturinn hér liggur í nálægð íþróttahússins, gistingar og frábærs mötuneytis; allt á einum stað. Við sáum miklar framfarir hjá krökkunum eftir því sem leið á vikuna. Efast ekki um að þau eigi eftir að búa að þeirri reynslu og vona að þau haldi áfram að vera dugleg að æfa sig í sumar.
Við þökkum Finni fyrir komuna og óskum honum að loknu sumarleyfi, góðs gengis á næstu leiktíð.
Deila