Nú undir lok búðanna fengum við Nebosja í viðtal, en hann er hér í þriðja sinn. Spurðum við hvernig honum þætti búðirnar þróast og hvað hann hefði frekar að segja okkur um þær.
Ég finn til nokkurrar ábyrgðar á búðunum þar sem ég hef verið með ykkur frá upphafi. Mér sýnist þær vera að sækja í sig veðrið með hverju árinu. Ég hef orðið var við bætingu hjá þeim krökkum sem ég hef fengið að hitta áður. Greinilegt er að þau sem koma aftur eru ánægð með reynsluna hér. Einnig er ánægjulegt að sjá mörg ný andlit.
Gistingin og mötuneytið sem krökkunum og okkur er boðin er til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er mjög gott fyrir okkar starf. Þetta er góð áskorun fyrir alla krakka sem hafa metnað í körfubolta, að fá að dvelja hér við erfiðar en uppbyggjandi æfingar. Ég tel að við höfum bætt þjálfaranámskeiðin með nýju efni á dagskránni og kollegar mínir þeir Geoff og Tony, sem og íslensku þjálfararnir sem hér eru eiga þakkir skildar fyrir það. Ég hef lært mikið af þessu samstarfi með þeim og það er mjög eftirsóknarvert fyrir þjálfara eins og mig.
Það hefur alltaf verið jafn gaman að koma til Ísafjarðar og dvelja hér þessa viku með vinum og félögum, og það er ánægjulegt fyrir mig að vinna með krökkum sem taka vel leiðbeiningum.
Deila